Style.com fékk ljósmyndarann og bloggarann Tommy Ton til að velja best klæddu einstaklinga ársins 2010 og setti hann saman nokkuð góðan lista…
…Tommy Ton heldur úti blogginu Jak and Jil (sem er eitt besta tískubloggið að mínu mati) og þar birtir hann frábærar ljósmyndir sem hann tekur af götutískunni í öllum heimshornum. Maðurinn er snillingur í að taka ljósmyndir af fallegum ´díteilum´ og hann nær alltaf að fanga flottustu mómentin. Það er þá kanski ekki skrítið að hann hafi verið fenginn til að segja skoðun sína á Style.com
Hér eru nokkur nöfn sem náðu á lista Tommy´s og ég er bara nokkuð sammála manninum:
Giovanna Battaglia; er með mjög fjölbreyttan og skemmtilega stíl.
Leigh Lezark; Mjög svöl en mætti alveg vera aðeins minni fýlupúki.
Vika Gazinskaya; Fersk og kúl.
Emmanuelle Alt; Lang mesti töffarinn sem rokkar leðurbuxur og stígvel best.
Michelle Harper; Með fáránlega skemmtilegan og frumlegan stíl.
Caroline Sieber; Mjög krúttleg afslöppuð og sæt.
Nick Wooster; Jááá okei þessi er bara aðeins of kúl og klárlega með smá húmor fyrir sér og tísku.
Hanne Gaby Odiele; Mjög svöl og er ekkert of mikið að reyna.
Anna Dello Russo; Vá hún er svo hress, hún nær alltaf að toppa sig og er ALDREI óspennandi.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.