Leikarinn Tom Cruise átti heldur betur ekki von á því þegar hann dvaldist á Íslandi við tökur á kvikmyndinni Oblivion að Katie Holmes myndi fara fram á skilnað.
Tom segir að hann hafi ekki búist við því að fá skilnaðarpappíra í hendurnar á þessum tímapunkti í lífi sínu. Hann hafi haldið að líf hans væri orðið ansi ljúft, nánast orðinn fimmtugur og loksins væri hann á réttum stað með konunni sinni og litlu stelpunni þeirra. Tom segir einnig að lífið sé ekki alltaf dans á rósum, það koma alltaf erfiðleikar upp í lífi þínu sem þú verður að yfirstíga.
Leikarinn knái líkir einnig lífinu við grínharmleik; Til að komast af þarftu að hafa húmor fyrir því og jafnframt húmor til að takast á við ýmislegt sem kemur upp á lífsleiðinni. Tom segir einnig að hann búi ekki í einhverju glerhúsi. Líf hans sé opinbert og hann hafi sætt sig við það. Hann segir einnig að hann vilji vera í sambandi við fólk, sé mikil félagsvera og að nýjar áskoranir séu spennandi huti af lífinu.
Kvikmynd hans Oblivion sem var tekin upp á Íslandi að hluta til fer bráðum að koma í almennar sýningar og spennan er farin að magnast í kringum frumsýningarnar en þess má einnig geta að Tom gerði öll sín áhættuatriði sjálfur í myndinni eins og oft áður.
Kvikmyndin kostaði hvorki meira né minna en 120 milljónir dollara svo vonandi stenst hún væntingar kvikmyndaáhugamanna.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig