Hin ameríski ofurvinsæli fatahönnuður Tom Ford er snillingur þegar kemur að auglýsingaherferðum.
Hver getur gleymt auglýsingunni þegar hann lét raka G (Gucci) í skapahár kvenfyrirsætunnar og karlfyrirsætan kraup nett fyrir framan dömuna? Eða auglýsinguna þegar gaurarnir voru með nettan bóner?
Auglýsingar Tom’s Ford eru listilega ögrandi, kynþokkafullar, tælandi en þó á afar smekklegan hátt þó sumar hafi verið bannaðar víða.
Tom Ford er enn að ögra. Hann réð ofurfyrirsætuna Carolyn Murphy og nýtt herramódel, Nicholas Hoult, til að fronta vor/sumar 2010 gleraugnalínu sína þar sem Carolyn pósaði nakin fyrir aftan Nicholas.
Tom Ford var svo ánægður með Nicholas að hann réði hann aftur, auk Freju Beha Erichsen, til að vera andlit fyrir gleraugnaherferðina haust/vetur 2010. Þar sitja þau fyrir með nokkrum krákum -ögra á fallegan hátt.
Persónulega langar mig í öll þessi gleraugu.
Tom Ford tók sjálfur myndirnar -snilldarlega vel gert.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.