[youtube width=”625″ height=”425″]http://youtu.be/NGxTv5u8IwM?t=4m57s[/youtube]
Johanna Quaas er í heimsmetabók Guinness sem elsti fimleikakappi heims.
Taktarnir í gömlu eru meiriháttar en hún byrjaði að æfa fimleika þegar hún var 56 ára!!
Þetta sannar að við erum ALDREI of gamlar fyrir ný áhugamál eða bara hvað sem er. Fólk um þrítugt getur verið í verra formi en fólk á fimmtugsaldri og það er aldrei of seint að byrja á neinu sem er jákvætt, skemmtilegt og gefandi.
Átrúnaðargoð mitt í lífinu, hin þýskættaða kvikmyndargerðakona Leni Riefenstahl, laug því t.d. að hún væri fimmtug til að komast á köfunarnámskeið. Þá var hún sjötug. Draumur hennar var að mynda neðansjávar. A girl’s gotta do what a girl’s gotta do.
Horfðu á öldunginn Jóhönnu taka snúning á slánni (4:56) og á meðan skaltu þylja fyrir munni þér:
Aldrei of gömul fyrir lífið, aldrei of gömul fyrir lífið, aldrei of gömul fyrir lífið!
Knús!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.