Tony Sheldon er ekkert venjulegur maður en hann hefur eytt fleiri milljónum króna, eða ríflega 100.000 dölum, í að líkjast unglingagoðinu Justin Bieber.
Toby, sem er tónlistarmaður, búsettur í Los Angeles, hefur meðal annars látið minnka á sér hökuna, notað fyllingarefni og farið í aðgerð á augnlokum, til að virka bæði unglegri og verða líkari Justin. Þetta byrjaði um leið og hann leit fyrst poppgoðið augum en hann segist hreinlega hafa orðið afbrýðissamur út í útlit unglingsins.
‘Hann er með svona ‘baby face’ sem mér finnst alveg óstjórnlega heillandi,’ útskýrir Toby.
Á myndunum hér að ofan má sjá Toby bæði fyrir (10 árum) og eftir aðgerðirnar sem hann fór í til að líkjast Justin.
Í þættinum My Strange Addiction, sagði Shelton, ‘Sumt fólk vill eyða peningunum sínum í flott hús og dýra bíla. Ég kýs að nota mína peninga í að verða eins líkur Justin Bieber og ég get.
Þráhyggjuferli Sheldons hófst þegar hann fór í fyrstu aðgerðirnar en þær gengu út á hárígræðslur sem áttu að koma í veg fyrir að kollvikin hans hækkuðu.
Þá var Toby Sheldon 23 ára en um leið og Justin Bieber skaust upp á stjörnuhimininn árið 2008 varð Toby óstöðvandi. ‘Ég fór að sjá hann út um allt og ég gat ekki hætt að hugsa um hvað Justin er ómótstæðilega fallegur. Ég vissi bara að ég vildi líkjast honum,’ segir Sheldon.
Eftir að hafa eytt um einni milljón íslenskra króna í að láta breyta hárlínunni var hann samt ekki sáttur svo hann fór með mynd af Justin Bieber til lýtalæknis og bað um meira.
‘Það kostaði 2.4 milljónir (íslenskar) og þrjár hárígræðsluaðgerðir til að ná hárinu eins og ég vildi og láta toppinn síkka,’ segir hann en eftir það var Toby, sem viðurkennir að vera dauðskelkaður yfir tilhugsuninni um að eldast, ekki alveg sáttur og ákvað því að halda áfram með aðgerðirnar.
‘Með því að taka mið af útliti Justins Bieber hef ég náð að breyta andlitinu á mér þannig að ég virka mikið yngri, og allt þetta með hjálp fegrunaraðgerða,’ segir Toby kátur en hann er mun hrifnari af útliti söngvarans en tónlist hans.
‘Ég er ekki beint heillaður af tónlist hans eða persónu sem slíkri, mér finnst hann bara svo óaðfinnanlegur í útliti svo allt sem ég lét gera við andlitið á mér var samkvæmt hans fyrirmynd.’
Í þessu ferli hefur Sheldon látið breyta útliti sínu svo mikið að hann líkist ekki beint þeim manni sem hann var áður en ferlið hófst. Þegar hann var búinn að ná hárinu eins og hann vildi hafa það fór hann og lét fylla í varirnar og kinnar til að verða fallegri, og unglegri, að eigin mati.
Hann hefur líka látið sprauta botox í ennið og eytt um fimm milljónum í aðgerð á augnlokum en hann þurfti að fara í viðtöl hjá átta lýtalæknum þar til hann loks fann einn sem var til í að framkvæma aðgerðirnar á honum.
‘Það fannst öllum ég vera klikkaður að vera að spá í svona smáatriðum’.
Síðasta aðgerðin sem Toby fór í var svokölluð ‘bros lagfæring’ en slíkt er nýlunda í aðgerðum þar vestra. Aðgerð sem þessi er nokkuð vinsæl í Suður-Kóreu en fjöldi framkvæmdra aðgerða af þessu tagi hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum á síðasta ári.
”Ég get litið um öxl og fullyrt að ég er mjög sáttur við árangurinn af þessu,” segir hann en í viðtalinu hér að neðan segir hann jafnframt að hann sé nokkuð sáttur við þetta eins og staðan er núna og reiknar ekki með að láta gera meira, nema kannski fara í botox og fyllingarsprautur og láta laga hárið aðeins til.
______________________________________________________
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=sebZRj11em4[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.