Þau sem eiga iPhone kannast flest við forritið Instagram en það má segja að appið sé nokkurrskonar fésbók eða twitter myndanna.
Það eru tvö trix sem gera forritið margfalt skemmtilegra en með því getur þú bæði haft samskipti við annað fólk ásamt því að gera myndirnar sýnilegri og auðfinnanlegri.
Ég merki myndirnar mínar á Instagram og skrifa allan texta við þær á ensku en með því að merkja þær getur þú séð fleiri myndir af sama viðfangsefni og því fleiri merkingar sem eru settar á myndina því meiri möguleiki verður á því notendur rambi á þær.
Þegar maður merkir mynd á Instagram er sett # táknið fyrir framan orðið sem lýsir myndinni og hann breytist í hlekk sem vísar þér á fleiri myndir.
Dæmi: #Houses in #Reykjavik #Iceland with lot’s of #trees and #blue #sky
Þegar þú hefur vanið þig á að merkja myndir í Instagram líður ekki langur tími þar til þú ferð að fá komment á myndirnar þínar þar sem myndinni er hampað, einhver spyr þig hvar hún er tekin og svo framvegis en til þess að viðkomandi fái tilkynningu í forritið að þú hafir svarað er @ merkið sett fyrir framan notendanafn viðkomandi.
Dæmi: @Barbietec this picture is taken in #Reykjavik on a #cold #winter #day
Prófaðu þetta næst þegar þú póstar mynd á Instagram eða þú skrifar athugasemd og þú færð miklu meira út úr forritinu en þú áttir von á.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.