Því betur sem maður kynnist tækjunum frá Apple því hrifnari verður maður enda full ástæða til.
Um daginn keypti ég mér nýjan síma hjá iPhone.is, fyrirtækinu sem styrkir fötluð börn með iPad gjöfum, og lagði þar með mitt af mörkum.
Ég rauk heim og reif símann úr umbúðunum, fiktaði og fór svo á netið að læra meira. Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast við nýja símann, sem er af gerðinni 4S, er hún Siri.
Ég get sagt Siri að hringja í mömmu eða makann, ég get beðið hana að spila lög með Die Antwoord, reikna út hvað það eru margir bollar í millilítra, vekja mig klukkan átta, minna mig á að kaupa kaffi, skila á bókasafnið og svo framvegis og svo framvegis.
Ég er strax byrjuð að nota þetta á fullu enda finnst mér fátt leiðinlegra en að slá inn upplýsingar í símann. Siri talar bara ensku svo ég þarf að fá og senda áminningarnar mínar á ensku en það skiptir mig engu máli. Ég kann svo vel við þessi þægindi og að geta bara tekið upp símann og talað við hann í stað þess að pikka.
Hér sérðu betur hvernig SIRI virkar og HÉR er fullt af fleiri upplýsingum um þetta frábæra forrit.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=qe79g-lkF1o[/youtube]
Ég skora á alla iPhone eigendur að kveikja á Siri og prófa sig áfram með hana og skoða kennslumyndbönd á netinu. Siri er líka sérlega hentug fyrir okkur sem eru með tímastjórnun á heilanum enda hjálpar hún manni að gleyma engu og koma öllu í verk!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.