Nú um helgina sá ég í fyrsta sinn OLED sjónvarp, en OLED stendur fyrir organic light emitting diode og eru þessi sjónvörp skýrari, skilvirkari, þynnri og með meiri skerpu en LCD eða Plasma sjónvörp.
Það sem mér finnst töff við sjónvarpið er að það er örþunnt og er til dæmis LG OLED sjónvarpið sem verið er að þróa aðeins 4mm á þykkt. Ekki nóg með það að 55” LG sjónvarpið er þunnt þá er það aðeins 7.5 kg á þyngd og er það smá munur borið saman við túbu sjónvörpin góðu.
Annað sem þessi tækni bíður upp á er að sjónarhornið (e. viewing angle) er næstum 180 gráður, það notar minna rafmagn og inniheldur enga slæma málma. Flottasta kannski við þessa tækni er að sjónvarpið getur verið sveigjanlegt og jafnvel gegnsætt.
Sjónvarpsframleiðendur keppast nú við að framleiða þessi sjónvörp en aðal ókosturinn við þau er að þau eru sjúklega dýr en LG sjónvarpið er með áætlað verð upp á tæpa 1 milljón króna eða 8.000$
Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um OLED sjónvörp þá mæli ég með að fara á google og slá inn “OLED Tv”
Oled-Info.com, OLED TV.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.