Það voru engir pastellitir, blómamynstur, siffon eða annað sem tengist vorinu á frumsýningu vor – sumarlínu 2010 Haider Ackermann.
Hinsvegar birtust stílhreinar kanarígular flíkur sem minna á heita sumarsól. Ég er að fíla þetta og er alveg viss um að einverjar af stjörnum hollywood eiga eftir að ganga inn í vorið klæddar eins og stríðsprinsessur í fatnaði frá Haider Ackermann.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.