‘Ready to Wear’ tískuvikunni lauk í París fyrir helgi en þar var hrikalega mikið um dásamlega fallegar flíkur.
Ég skoðaði þetta grannt með iPadinum á Style.com og varð auðvitað ofur heilluð af mörgu meðan herlegheitin gengu yfir. Þá var ég sérstaklega hrifin af Marc Jacobs fyrir Louis Vuitton, buxunum frá Chanel og lúkkinu frá Vivienne Westwood. Algjör snilld en annars er svo margt fallegt þarna að ég er eiginlega sár út í fataskápinn minn fyrir að innihalda ekki ‘bara’ föt eftir snillinga sem þessa.
Mér finnst engin ein stemmning áberandi fyrir utan kannski nostalgíu úr ýmsum áttum, allt frá útvíðum 70’s buxum yfir í víðar kápur og barðastóra hatta í anda Grace Kelly af Mónakó.
Svo er bara að bíða og sjá hvernig þeim hjá Zara, TopShop og HM tekst að gera eftirlíkingar af dýrðinni.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.