Vinkona mín skrapp til bretlands í stelpuferð og kom tilbaka með þessa hrikalegu töff silfruðu hliðartösku en taskan er gerð úr endurunnum áldósum eða flipanum til að opna áldósir.
Hugmyndina að töskunum fengu tveir vinir, Oliver Wayman og Luciano Dos. Það sem heillaði mig enn meira er að þeir hafa ráðið fátækar konur í Brasilíu til að vinna töskurnar og aðra muni með aðferð sinni. Konur sem áttu í erfiðleikum með að ná endum saman en fá nú vel borgað fyrir sína handavinnu og geta séð fyrir fjölskyldu sinni.
Fyrir utan laun til þeirra sem starfa hjá bottletop rennur ágóði af sölu til t.d. kynfræðslu í Afríku en um 80% unglingsstúlkna verða mjög ungar ófrískar og vita hreinlega ekkert um getnaðarvarnir, eyðni, kynsjúkdóma eða hvernig börnin verða til. Ef þig langar í svona tösku og styrkja vert málefni þá er hægt að versla HÉR. Þær fást einnig í Selfridges í London.
Hátískumerkið Mulberry í samstarfi við Bottletop hannaði The Mulberry Bottletop töskuna. Taskan er gerð úr endurunnum gostöppum og fóðruð að innan með leðri. Dido, Geri Halliwell og Kylie Minogue, hafa allar styrkt verkefnið og fengu sér eina en Mulberry en taskan var hönnuð og seld til stryktar HIV/AIDS verkefna í Uganda.
Stjörnur á borð við Paris Hilton og Pixie Geldof hafa sést skarta töskunni einnig hafa tímaritin Marie Claire og Vogue fjallaði um bottletop töskurnar. Smelltu til að lesa hér.
Hér er myndband sem sýnir hvernig töskurnar eru búnar til og fólkið sem er á bak við þetta verkefni:
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.