Í vikunni tók ég viđtal viđ magnađan karakter, Ýr Guðjohnsen. Ýr varð 15 ára á árinu og er með sól í hrút. Hún er sjálfstæđ ung kona, eldklár og hæfileikarík, sem ég tel ekki,- heldur veit, ađ getur allt sem hún ætlar sér.
Að mínu mati er stjarna ađ fæđast hvort sem á sviði lista, tísku eða félagsmála.
Ég tók eftir Ýr þegar ég sá viðtal við hana á einum af netmiðlunum núna nýlega. Þar lýsir hún hrottalegu ofbeldi sem hún varð fyrir í æsku og átröskun sem hún hefur verið að kljást við sem afleiðingu af því. Það sést greinilega af framkomu hennar, hugsun og skoðunum hve þroskuð manneskja hún er. Það varð því verulega áhugavert að spjalla við þessa mögnuðu stúlku sem hefur gengið í gegnum eld og brennistein en stendur uppi sem ALGJÖR SIGURVEGARI.
Við Ýr áttum gott tískupjall, sem var nú upphaflega ástæða þess að við hittumst, en hún hefur lengi vel haft áhuga á tísku og stíl. Snemma hafði hún mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig hún vildi tjá sig með fatnaði og klæddi sig iðulega sjálf þegar hún var barn.
Ýr langar að læra félagsfræði í Menntaskólanum á Akureyri, fara á alþjóðabraut í MH eða jafnvel leiklist í FG. Ef hún gæti valið um stað til að búa á á Íslandi þá yrði miðbærinn fyrir valinu og þá einna helst Grettisgata eða Vitastígur. Hún safnar vinylplötum og hlustar þá á þungarokkplötur frá ömmu sinni eða eitthvað léttara eins og Red Hot Chili Peppers og Led Zeppelin.
Það gefur auga leið, eftir að hafa setið og spjallað við Ýr, að hún gæti léttilega stigið á svið eða fyrir framan myndavél. Stúlkan hefur sérstakt útlit, útgeislun og mikið sjálfstraust. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana en náfrændi hennar er leikstjórinn og fyrrum leikarinn Baltasar Kormákur. Ýr hefur fengið nokkur tækifæri til að leika í kvikmyndum en því miður hafa þau tækifæri komið þegar hún hefur verið mjög veik af átröskun og legið á spítala.
_________________________________________________________________________
Af hverju félagsfræði? „Það var alltaf draumurinn að geta hjálpað fleirum eftir allt sem ég hef gengið í gegnum. Mín ástríða liggur samt í átt að list og leiklist. Draumurinn var alltaf að klára FG, flytja til New York og fara í leiklistarskóla þar. Þegar ég var í ballett, ég hætti í ballett nýlega, þá ætlaði ég alltaf að fara í leiklistarskóla eða reyna komast á styrk til Ástralíu í ballettskóla þar. Ég byrjaði að æfa ballett þegar ég var þriggja ára, en þó með hléum því ég var í samkvæmisdansi líka, æfði fótbolta og söng.”
Hver er tískufyrirmyndin? “FKA twigs. Númer 1, 2 og 3. Hún er bara svo einstök og töff. Frida Kahlo er líka í miklu uppáhaldi.”
Hvar verslarðu helst föt? “Spútnik. Við eigum hús á Spáni og þar eru margar thrift verslanir sem eru ótrúlega ódýrar miðað við á Íslandi, þar kostar allt eiginlega bara eina evru. Ég kaupi voða mikið þar og svo keypti ég mikið í Bershka sem er á Spáni.”
Eftir hverju ertu helst að leita þegar þú kaupir þér föt, hvernig er stíllinn? “Ég veit það ekki.”
Ertu að blanda saman klassísku og skrítnu, eða ertu mest í klassíska? “Ef eitthvað grípur athygli mína … ég hugsa mikið út fyrir rammann.”
Ef þú gætir valið þér tískutímabil og farið þangað núna, farið aftur í tímann … hvaða tímabil heillar þig mest? “90’s eða 50’s og 60’s. Svona litríkt. En annars finnst mér líka grunge tímabilið í 90’s mjög flott.”
Hefurðu alltaf haft áhuga á tísku? “Já. Mamma mátti ekki velja föt fyrir mig þega ég var lítil. Það var bara ekki séns.”
Hvað finnst þér um tískubloggara, eru þeir orðnir þreyttir eða finnst þér þeir enn “relevant”? “Sumir, en ég er meira að skoða Youtube bloggara. Það er meira að gerast þar.”
Hver er þá þinn uppáhalds Youtube tískubloggari? “O, það eru svo mörg svona beauty guru. Ætli Beautycrush sé ekki uppáhalds, hún er svo sæt og almennileg! Mirrorsandhaze er flott þegar ég er í 90’s fíling. Uglyfaceofbeauty er líka svo öðruvísi! Sjálfstraustið hennar er svo smitandi og það er gaman að fylgjast með henni.”
Hvernig hugsarðu um húðina, hvar kaupirðu snyrtivörur og hvað kaupirðu helst? “Ég fer ótrúlega oft í Kiko. Svo versla ég líka LA Girl Concealer. Ég versla varalitina mína alla í MAC.”
Af hverju er það, af hverju eru þeir svona vinsælir? Er það af því að þeir eru mjúkir og þéttir … haldast lengi? “Það er bara svo mikið úrval og maður treystir þessari vöru af því að það eru allir að kaupa hana og svo er þetta líka bara vandað.”
Þú ert grænmetisæta, hefurðu verið það lengi? “Í eitt ár. Ég borða samt kjúkling tvisvar í viku sem er skilyrði foreldra minna.”
Fannstu mun á þér eftir að þú gerðist grænmetisæta, eins og á húðinni og líðan? “Mér finnst ég miklu orkumeiri. Það er ekki svona þungt í magann. Svo líður mér bara illa andlega þegar ég borða kjöt.”
Ég þekki marga sem eru að reyna að tileinka sér þennan lífsstíl en enda oft á því að borða mikið af brauði og kolvetnum. Er það raunin með þig, eða hvað borðar þú? “Nei … ég borða samt alveg mjólkurvörur. Það besta sem ég fæ er bara paprika og kotasæla. Það er svo gott. Það get ég borðað saman eitt og sér. Það er alltaf til voða mikið grænmeti heima. Ég geri rosalega gott salat. Set í það kál, hnetur og fræ, ólífur, papriku og gúrku. Ég elda vanalega sjálf. Ég var á vistheimili og hugsaði mikið um mig sjálf og lærði eiginlega að elda þar. Ég steiki gjarnan baunaspírur upp úr ólífuolíu og hvítlauk, það er mjög gott.”
Eitthvað að lokum?
„Mundu að þú getur ekki orðið fallegri en þegar þú leyfir sjálfstraustinu að skína! Að líða vel með sjálfa þig, og hvernig þú lítur út, toppar allan farða sem þú getur skellt á andlitið. Þegar þú þykist vera einhver önnur en þú ert þá lýgur þú fyrst og fremst að sjálfri þér. Settu trú þína og vilja í sjálfa þig og ekkert mun hamla þér!”
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.