Hin 65 ára gamla Carine Roitfeld starfaði sem tískuritstjóri franska Vogue í áratug, eða frá 2001 til 2011. Sjálf er hún fyrrum fyrirsæta og algjört icon. Hún hefur m.a. starfað mjög náið með Tom Ford fyrir Gucci, Karl Lagerfeld fyrir Chanel, ljósmyndaranum Mario Testino og hefur löngum verið talin vera ein best klædda kona Frakklands.
Carine eltist ekki við að vera óaðfinnalega klædd, hárið er oftast messý eins og gengur og gerist með franskar dömur og af einhverjum ástæðum virkar eins og hún hafi akkúrat ekkert fyrir þessu, þó það sé kannski ekki endilega rétt.
Það fer ekkert á milli mála að Carine er svakalegur trendsetter en hún sagði m.a. nýlega í viðtali að hún hefði verið fyrst til að brjóta ísinn með allskonar tabú í tískuheiminum. Til dæmis að nota transkonur sem fyrirsætur, að birta þéttar stelpur í Vogue og fá eldri konur og svartar konur til að pósa saman. Hún minntist reyndar líka á að flestir væru nú búnir að gleyma því að gefa henni heiðurinn, enda væri fólk almennt óskaplega gleymið. True dat.
Í viðtalinu er hún líka spurð að því hver galdurinn á bak við hið margrómaða franska „chic“ sé og þá svarar Carine því að föt séu ekki endilega málið til að virka ung og fersk. Hinsvegar sé vel þess virði að nota peningana í húðmeðferðir og húðlækna. Þetta er augljóslega hárrétt hjá henni en ég hef sjálf tekið eftir þessu og reyni að fylgja eins og ég get, meðal annars með því að nota góðar húðvörur, sofa nóg, fasta og þamba vatn. Mæli með því að fylgja henni á Instagram. Hún er ofur kúl (mætti samt drepa í).
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.