Það var ýmislegt sem gekk á í heimi tískunnar um helgina – Förum yfir þær helstu…
Alexander Wang & H&M
Alexander Wang tilkynnti það á Instagram síðu sinni á laugardaginn að hann yrði næsti samstarfshönnuður H&M og mun þar bætast í hóp margra virtra hönnuða sem hafa hannað fyrir sænska tískuhúsið. Karl Lagerfeld, Stella McCartney, Lanvin og nú síðast Isabel Marant eiga það sameiginlegt að hafa átt í samstarfi við H&M undanfarin ár.
Línan er væntanleg í verslanir H&M þann 6. nóvember næstkomandi. Það verða einhver fínheitin!
Coachella
Tónlistarhátiðin Coachella fór fram um helgina en þetta er hátíð þar sem finna má fjöldan allan af frægu fólki, tískustrauma fyrir komandi tónlistahátíðir í sumar og fáránlega gott line-up! Ég hef fylgst með þessari tónlistarhátíð úr fjarlægð síðastliðin ár og er alltaf að verða meira og meira sannfærð að ég þurfi að skella mér til Californiu einn daginn til þess að upplifa þessa gleði sem skín af öllum myndum af þessari hátíð!
Systurnar Beyoncé og Solange, Muse, Gwen Stefani, Pharrel og Lordi voru meðal tónlistarfólks sem tróð upp
Það er einstaklega gaman að fylgjast með tískunni á þessari hátíð!
MTV Movie Awards
MTV Movie Awards fóru fram um helgina. Eins og alltaf þegar einhverskonar verðlaunahátíð fer fram vestanhafs er grannt fylgst með fatnaði stjarnanna á rauða dreglinum.
Jessica Alba og Lupita Nyong’o eiga vinninginn að mínu mati í þetta skiptið! Lupida er að verða ein mesta tískudrottning Hollywood!
Uppáhalds atriði hátíðarinnar er svo þetta hér…
Þið sjáið hvers vegna.
Þetta voru þær þrjár tískufréttir sem stóðu upp úr um helgina!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com