Nú þegar árið er á enda er tímabært að gera upp árið og rifja upp hvað var helst í fréttum.
Þetta er það sem stendur upp úr:
Helstu trendin
Byrjum á því sem fór mest fyrir í tískustraumum ársins. Sex trend stóðu upp úr að mínu mati:
Calvin Klein nærföt
“Gömlu” góðu CK nærfötin komust aftur í tísku á árinu og hafa verið nokkuð áberandi
Gallaefni
Jafnvel frá toppi til táar.
Íþróttaskór fram yfir háu hælana
“Beauty is pain” frasinn á ekki við þetta árið þar sem þægindin hafa verið í fyrirrúmi, sérstaklega í skóklæðnaði! Nike æðið og klassísku Adidas skórnir fremstir í flokki.
Samfestingar og smekkbuxur
Vottur af 90’s hefur einkennt tískuna í ár – þar á meðal samfestingar og smekkbuxur
Sportlegur klæðnaður
Það er í tísku að vera hraustur – og klæðast sportlegum klæðnaði.
Samstæður fatnaður
Dragtir hafa verið áberandi og vera í eins munstri frá toppi til táar er einstaklega móðins.
Efnislitlu kjólarnir
Rihanna hneikslaði líðinn með því að mæta í vægast sagt efnislitlum kjól á CFDA verðlaunahátíðina. Hér sjáið þið frekari umfjöllun um það.
Hún er þó ekki sú eina því nokkrar hafa fylgt fordæmi Rihönnu og mætti í ansi efnislitlum kjólum á rauða dregilinn á árinu. Bleona Qereti á Amerísku tónlistarverðlaunin, Amber Rose á MTV verðlaunahátíð og sjálf Kate Moss í fertugsafmæli hjá vini.
Óléttustíll Blake Lively
Það hefur ekki farið framhjá mörgum að fyrrum Gossip Girl leikkonan Blake Lively sé ólétt, enda fjallað um óléttuna og stílinn hennar á meðgöngunni á flestum slúðurmiðlum um heim allan. Engan skal undra því hún er óaðfinnanleg til fara, stórglæsileg með þessa bumbu sína!
Rihanna
Hún er efni í heila grein hún Rihanna– stíllinn hennar rokkar frá því að vera kvennlegur og elegant til þess að vera ögrandi og allt annað en elegant. Nokkur dæmi:
Svo má ekki gleyma því að um miðjan desembermánuð landaði Rihanna samningi við Puma sem nýr hönnuður þar.
Það besta á rauða dreglinum
Atburðir með rauðum dregli og uppástríluðum stjörnum voru ótal margar á árinu eins og vanalega. Óskarinn, Met Gala hátíðin, fjölmargar tónlistarverðlaunahátíðir, o.s.frv. Þessar stjörnur voru afar smart í klæðaburði:
Sarah Jessica Parker kom sá og sigraði á Met Gala hátíðinni í þessum glæsilega kjól úr smiðju Oscar de la Renta. Hún er sigurvegari rauða dregilsins í ár að mínu mati.
Aðrar voru þó einnig stórglæsilegar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Fráfall tískukóngsins Oscars de la Renta
Ég sagði frá því hér að Oscar féll frá eftir langvinna baráttu við krabbamein. Fjölmargir syrgðu tískukónginn, enda hefur hann klætt upp ófáar stjörnur í ógleymanlega kjóla – líkt og Söru Jessicu á síðustu Met Gala hátíð.
Brúðkaupin
Margar stjörnur giftu sig á liðnu ári vestanhafs, meðal annars þessar hér að ofan.Brúðkaup Kim og Kanye vakti heldur betur athygli. Brúðarkjóll Angelinu Jolie fékk misjafna dóma en þið getið séð allt um það hér. Hins vegar var dess Olivu Palermo lofað, sérstaklega fyrir frumlegheit og að hún hafi farið óvanalega leið og klæðst peysu og pilsi í stað brúðarkjóls. Sjá nánar hér. Þá gekk George Clooney í það heilaga og klæddist brúður hans gullfallegum kjól úr smiðju Oscars de la Renta. Síðast en ekki síst gekk systir Beyoncé Knowles, Solange í það heilaga í síðasta mánuði sem ég sagði ykkur betur frá hér.
Ár Victoríu
Victoria hefur verið áberandi nafn á árinu. Fyrst og fremst er það Victoria Beckham sem hefur verið áberandi auk þess sem hin árlega Victoria’s Secret vekur ávallt athygli.
Victoria Beckham
Victora Beckham hefur aldeilis skinið skært innan tískuheimsins á undanförnum árum. Nýverið opaði hún sína fyrstu verslun og eitthvað segir mér að sá bisniss eigi einunigs eftir að stækka! Hún er komin á minn top lista sem hönnuður!
Victora’s Secret tískusýningin
Hér var fjallað betur um hana.
Alexander Wang x H&M
Árlega samstarf H&M við þekkta hönnuði var að þessu sinni við Alexander Wang. Flíkurnar fá misjafna dóma hjá mér – Ég er þó hæst ánægð með þær tvær flíkur sem ég nældi mér í!
Barnatískan
Þau eru mynduð í bak og fyrir þegar færi gefst til litlu krúttin sem fræga fólkið á, þar á meðal Blue Ivy, George Prins, North West og Harper Seven. Við höfum fengið að sjá óvenju mikið af Blue Ivy á þessu ári þar sem Beyoncé og Jay Z hafa á túr sínum sýnt persónulegar myndir af lífi sínu.
George prins vekur athygli hvert sem hann fer – enda krúttlegur með eindæmum.
North West fær einstaklega mikla athygli enda dóttir Kim Kardashian West og Kanye West. Stíllin sem þau foreldrarnir velja á dótturina fær þó ekki háa dóma hjá mér – svartur og óstelpulegur still!
Harper Seven Beckham er auðvita alltaf óaðfinnanleg til fara enda Beckham hjónin þekkt fyrir glæsileika sinn og ekki skortir tískuvitið í hana Victoríu.
Þar með hefur tískuárið 2014 verið gert upp! Gleðilegt nýtt tískuár 2015!
Hefurðu gaman af pistlunum okkar á Pjatt.is? Finndu okkur á Facebook, hakaðu við Like puttann og smelltu á “Get Notifications” – Þá missirðu ekki af neinu 😉
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com