Það var margt sem gerðist í heimi tískunnar þetta árið. Rifjum upp nokkur atriði…
Óskarverðlaunahátíð var þann 24. febrúar og það var Jennifer Lawrence sem kom, sá og sigraði. Hún mætti í glæsilegum kjól úr smiðju Dior. Þessi kjóll sko, my oh my!
Hið árlega Met Ball var haldið, að þessu sinni með Punk þema. Hanakamburinn sem Sarah Jessica Parker mætti með fékk mikla athygli.
Beyonce hefur meirihluta ársins verið á tónleikaferðalagi um heiminn. Þessi kona sko! Sjáiði þessi dress… hún rokkaði hvert outfittið á fætur öðru.
Það fór mikið fyrir Victoriu Beckham innan tískunnar á árinu. Hún tilkynni það á árinu að hún hyggst opna sína eigin verslun í London fljótlegaf. Fatalínur hennar fá mjög jákvæða dóma og allt er á uppleið hjá frú Beckham. Smekk kona.
Stella McCartney fékk OBE orðu frá bretadrottningu í Buckingham höll. Orðuna fékk hún fyrir framlag sitt tísku og fatahönnunar.
Marc Jacobs yfirgaf Louis Vuitton núna seinnipart ársins til þess að einbeita sér að sínu eigin vörumerki. Arftaki hans er Nicolas Ghesquière og er fyrrum hönnuður hjá Balenciaga. Síðsta lína Marc fyrir Louis Vuitton var svört og dramatísk.
Samstarf Isabel Marant og H&M leit dagsins ljós við fögnuð margra.
Chanel tilkynnti það að Marilyn Monroe yrði nýjasta andlit Chanel No. 5 – 51 ári eftir dauðdaga sinn. Upptaka fanst frá árinu 1960 þar sem leikkonan segir það eina sem hún “klæðist” í rúminu sé ilmurinn klassíski, Chanel No. 5. Óvenjuleg auglýsingjaherferð en skemmtilegt.
Victoria’s Secret tískusýningin var á sínum stað um miðjan nóvember.
Ekki er hægt að sleppa því að nefna Katrínu hertogaynju þegar tískuárið er rifjað upp – enda smekkkona með eindæmum. Hér á skírnardegi frumburðarins og í stíl við skírnarkjól George prins.
Playboy fagnaði 60 ára afmæli sínu með því að fá enga aðra en Kate Moss til að sitja fyrir á forsíðu blaðsins auk þess sem stóran myndaþátt með súpermódelinu er að finna í blaðinu.
Gleðilegt nýtt tískuár 2014!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com