Madonna er meðal þeirra kvenna sem hafa kveðið tóninn fyrir því sem koma skal í tískunni undanfarin 30 ár.
Alveg frá því að hún komst fyrst í sviðsljósið árið 1982, hefur hún verið sannkölluð táknmynd tískunnar og er enn.
Fyrsta „lúkkið“ sem Madonna gerði vinsælt voru víðar blúndublússur sem héngu yfir berar axlir og óhemju mikið af skartgripum, til dæmis stórir kaþólskir krossar um hálsinn og armbönd sem náðu nánast upp að olnboga.
Skömmu síðar kom hún fram á korseletti með knallstuttar ljósar krullur og dökkar og miklar augabrúnir. Það leið ekki á löngu þar til hún byrjaði að hneyksla með djarfri og óheftri framkomu, sem stundum þótti móðgun við siðgæði og kristna trú og þetta kórónaði hún með bókinni Sex sem kom út árið 1992 en í henni var Madonna að kanna eigin kynhneigðir á mjög opinskáan hátt.
Með árunum og barneignum, róaðist Madonna. Hún leitaði inn á við. Fann Kabbala trú, hóf að skrifa barnabækur, leikstýra myndum, iðka jóga af kappi og leggja mannúðarmálum lið og svo hún virðist eldast eins og Dorian Gray, semsagt – eldast ekki. Síðustu árin hefur hún þó hneykslað svolítið með því að leika sér með 25 ára strákum. Sjálf orðin 57. OMG!
Madonna býr yfir óþrjótandi lífsþorsta sem lýsir sér m.a. í því hvernig hún endurskapar sjálfa sig reglulega. Það er varla til sú hárgreiðsla sem Madonna hefur ekki prófað – og hvað fatastílinn varðar þá er það oftar en ekki hún sem setur línurnar fyrir það sem koma skal. Þegar öllu er á botninn hvolft er hún einn sá dásamlegasti kvenvillingur sem síðasta öld ól af sér. I love her.
Og hver veit … kannski heldur hún bara áfram? Hér eru nokkrar myndir af dívunni gegnum árin.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.