Aldur: 29
Búseta: 101 Rvk
Hjúskaparstaða: Í sambúð
Börn: Halla Elísabet, 5 ára
Starf: Blaðamaður á Fréttablaðinu og annar eigandi vefsíðunnar Trendnet.is Stjörnumerki: Tvíburi
– Hvað er tíska fyrir þér?
Tíska er eitthvað sem grípur mann þá stundina. Tíska táknar tíðarandann. Tíska er eitthvað sem heillar augað og nærir sálina.
– Hvaða hönnuðir eru í eftirlæti hjá þér?
Stella McCartney, Jil Sander, 3.1 Philip Lim, Acne og Celine.
– Hvar kaupirðu helst föt?
Hér og þar og allstaðar. Gef mér lítinn tíma í fatakaup dagsdaglega og finnst því best að skoða á netinu eftir einhverju spennandi. Vefverslunin Asos kemur þar sterk inn, sem og vefbúðir H&M, Monki, Cos og Weekday þegar ég bögga vini í útlöndum í búðarsnatt.
Ef ég er á búðarrölti finnst mér gott að kíkja einn hring í Zöru, Topshop og Gallerí 17 upp á gamlan kunningsskap.
Dótturfélagið, Suzie Q og Lakkalakk eru að koma sterkar inn og svo leynir sænska keðjan Lindex á sér.
– Uppáhalds flíkin núna?
Prjónuð vínrauð rúllukragapeysa, svartar leðurbuxur og Nike Free skórnir mínir.
– Must have í fataskápinn?
Hvítan stuttermabol í góðu efni, gallaskyrtu og leðurjakka. Ganga við allt.
– Mesta persónulega fashion fail hjá þér?
Eins og ég sagði hér að ofan táknar tískan tíðarandann og allt hefur sinn tíma. Einu sinni lét ég þó hafa eftir mér að hettupeysur væri dauðar og kæmi aldrei aftur í tísku. Það var agalegt enda hettupeysan klassísk. Aldrei afskrifa neitt. Ekki einu sinni támjótt sem mun tröllríða skótískunni á nýjan leik á komandi misserum.
– Hvaða trend finnst þér flottast nú í vor?
Jakkafötin fyrir konur. Víðar skálmar og támjóir skór.
– Uppáhalds snyrtivaran í dag?
BB kremið og hárolían. Hvar voru við áður en þessar snilldir komu á markaðinn? Núna nota ég BB kremið frá Dior daglega sem og hárolíuna frá SP eftir hvern þvott. Mæli með.
– Hvaða snyrtivöru kaupirðu aftur og aftur?
Ég hef verið háð litaða dagkreminu (Bronze Gel) frá Kanebo frá því í menntó. Kaupi það aftur og aftur enda er það hressleiki í túbu þegar maður býr við sólarleysi 6-8 mánuði á ári.
– Galdurinn að góðu útliti?
Ég held að ég sé ekki rétta manneskjan til að svara því. Mikið vatn, nóg af vítamínum og nóg að hamingju kannski?
– Uppáhalds tísku Icon?
Bianca Jagger, alltaf flott og sjarmerandi. Jane Birkin, skemmtilega bóhem. Svo er Tilda Swinton einstaklega töff hvar sem hún kemur fram.
– Versta tímabil tískusögunnar?
Öll tímabil hafa sinn sjarma. Ég er reyndar viss um að teiknuðu augabrúnirnar á þriðja áratuginum hefðu farið mér einstaklega illa þó að ég hefði glöð viljað dilla mér í fínu kjólunum kenndir við sama tímabil.
– En besta?
Ekkert eitt í uppáhaldi þó að ég hefði viljað prufað að taka hippann alla leið. Vera í útvíðum buxum eins og gangandi jólatré með glamrandi skartgripi hangandi utan á mér. Úfið hár og blómakrans. Það er eitthvað heillandi og frelsandi við tilhugsunina.
– Eitthvað að lokum?
Var að enda við að lesa svo skemmtilegt kvót sem ég get deilt hér:
Vertu hamingjusamur á meðan þú lifir, því þú átt eftir að vera dauður í langan tíma.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.