Stjórnendur H&M hafa fengið á sig gagnrýni fyrir að nota tölvugerðan líkama við andlit raunverulegra fyrirsæta í nýrri auglýsingaherferð fyrir undirföt framleiðandans.
Blaðakona norska blaðsins Aftenposten heldur því fram að þetta sýni kröfurnar sem gerðar eru til kvenlíkamans. Svo háar að H&M geti ekki fundið konu með nægilega góðan líkama til að selja sundfötin þeirra. Með þessu séu stjórnendur H&M að ýta undir þá brenglun sem snýr að kvenlíkamanum og útliti hans, að ekkert sé nógu gott.
Talsmenn fyrirtækisins þræta fyrir þetta og segjast hafa valið að nota tölvugerðan líkama til að draga ekki athyglina frá sundfötunum að vexti kvennanna.
“Með þessu móti horfir fólk aðeins á sundfötin en er ekki að velta líkamanum fyrir sér”
Vissulega er þetta furðulegt að sjá en kannski er hugmyndin ekki sem verst… hvað finnst þér?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.