Fjaðrir hafa verið verulega áberandi undanfarið – fjaðurkjólar, fjaðurskart, fjaðrir í hári og fleira, eru fjaðrirnar kannski nýji loðfeldurinn?…
…Allavega virðast margir hönnuðir vera að elska þetta trend. Sem dæmi sáust mjúkjar og léttar strútsfjaðrir á pöllunum fyrir 2011 hjá Chanel, Jason Wu og Sonia Rykiel. Svo er maður líka farinn að sjá stjörnurnar spóka sig um í fjaður-kjólum á rauða dreglinum. Ég er alveg að fíla þetta, mjög elegant og sætt. En óneitanlega leiðir maður hugann að því hvort þessum fjöðrum sé safnað á mannúðlegan hátt…ég vona það svo sannarlega því þetta er alveg hrikalega fallegt.
Kíktu á albúmið hér fyrir neðan til að sjá fjaðrir í öllum regnbogans litum…
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.