Það eru engar ýkjur þegar ég segi að allt í kringum Chanel vor/sumar 2012 sýninguna hafi verið sjúúúklega flott…
…Sviðið eða ‘runway’ pallurinn var skjannahvítur og skreyttur eins og hafsbotn. Perlur, kuðungar, skeljar og loftbólur! Fallegt! Florence Welch stóð svo inn í risavaxinni skel og söng á meðan fyrirsæturnar gengu pallinn í rómantískum Chanel klæðnaði. Kudos til herra Lagerfelds!
Hér fyrir neðan er myndband af þessari fallegu sýningu, mæli með að kíkja á það.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=spyfBZrw_-k&feature=player_embedded#![/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.