Það er margt skrítið í kýrhausnum og enn meira skrítið á netinu, þessir kornungu tískutrítlar eru eitt af því skrítna.
Ekki alls fyrir löngu skrifaði Bjarney Vigdís um Alonso Mateo sem má sjá hér fyrir ofan og vakti það mikla athygli á pjattinu. Sumar voru á því að þetta væri hálfgerður níðingsskapur á barninu meðan aðrar dáðust að Alonso og fannst hann bara sætur. Eitt er víst að þessi börn eru vissulega ekki mjög barnaleg. Eiginlega eru þau flest eins og agnarsmátt fullorðið fólk sem er sannarlega með puttann á tískupúlsinum.
Sumt virðist í lagi því verslanir eins og Zara, HM og Next selja vissulega föt á smáfólkið sem eru eins og minni útgáfur af því sem við notum, en að stilla börnum svona upp sem litlum sýningargripum og halda úti síðum á instagram. Er það næsti bær við Toddlers and Tiaras eða bara alveg í góðu? Hvað finnst þér – segðu okkur það á Facebook síðu Pjattrófanna.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.