Það skapaðist umræða um sígarettur á tískumyndum þegar ég birti myndir úr íslenskum tískuþátt hér fyrir stuttu þar sem módelið var reykjandi.
Við vitum öll að sígarettur eru heilsuskaðandi og rándýrar en staðreyndin er sú að sígarettur eru mikið notaðar í tískuheiminum í dag. Þeim fer fækkandi sem reykja en sígarettur voru taldar aðlaðandi og smart á sínum tíma og leifar af þeim hugsunarhætti lifa enn í tískunni í dag.
Ég er alls ekki að segja að ég sé MEÐ sígarettum og ég er alls ekki að hvetja til reykinga með neinum hætti. En MÉR finnst sígarettur stundum flottar á tískumyndum.
Hér eru nokkrar myndir sem mér finnst fallegar:
Tek enn og aftur fram að ég er ekki að hvetja til reykinga og þetta er bara mín skoðun sem endurspeglar ekki skoðanir annarra pjattrófa.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.
33 comments
algjörlega sammála þér 🙂
mér finnst það ekkert smá töff á myndum
Það er ótrúlegur barnaskapur að halda því fram að finnast reykingar töff á myndum en að vera alls ekki að agitera fyrir reykingum. dæmi svo hver fyrir sig.
Jú, þú ert víst að hvetja til reykinga með því að birta þessar myndir. Að sjálfsögðu ekki vísvitandi en svona virkar markaðsetning tóbaksfyrirtækjanna. Búa til ímyndina sem þú ert svo að prómótera og þannig smýgur þetta inn í undirmeðvitund ungs fólks. Svona er þetta en þú virðist ekki skilja það.
Ómældum tíma og fjármagni hefur verið varið í að eyða þessari ímynd undanfarna áratugi því eins og allir vita þá á hún stóran (stærstan?) þátt í því að fólk byrjar að reykja.
Ég er sammála þér! Flottar myndir og það er töff að reykja 😉 En auðvitað er það óhollt, skaðlegt og viðbjóðslegt og allir ættu nú bara að vita það!!
Ég efa það að einhverjir unglingar byrji að reykja út af þessari bloggfærslu þinni!!
Allar þessar myndir hefðu verið flottar án sígarettunnar…
Væri ekki eins hægt að segja “ég veit að anorexía er hættuleg og svoleiðis en grindhoraðar fyrirsætur geðveikt töff á myndum”?
Töff! Já hverjum finnast ekki ótímabærar hrukkur, gular tennur, andremma, skítafýla og krabbamein töff?
Eins og augljòst er á þessum kommentum hér eru skiptar skoðanir á þessu eins og ég bjóst við. Þetta er màlefni sem mun alltaf vera umtalað. En eins og ég tók fram þà er þetta bara mín skoðun – það eru sjaldan allir sammála.
En ég skil að sjálfsögðu ykkar sjónarhorn vel.
þær sem eru að kommenta þetta eru allt eldri konur, ég bara veit það.
þið hættið bara ekki að væla
Það tekur tíma að breyta hugsunarhætti fólks og eftir svona 50 ár munu sígarettur ekki lengur sjást í tískuljósmyndun, það er alveg á hreinu. Þessar myndir gera samt ekkert annað en að fegra reykingar og gera þær töff, sem er auðvitað slæmt þegar kemur að ungmennum sem eru áhrifagjörn. Ég er 24 ára, bara FYI Lóa.
Lóa litla verður að skilja að hún er að gera Stellu og pjattrófunum lítinn greiða með þessum stælum sínum…Það er fallegt að styðja vinkonu sína en sá hluti lesenda sem er útskrifaður úr menntaskóla nennir þessu ekki.
Barnalands húsmæður: geymið ykkur.
Að sjálfsögðu er óhollt og slæmt að reykja en þetta er töff á sumum myndum og kemur mjög vel út. Ekki vera eitthvað að dissa bloggarann, segir bara meira um ykkur en hana.
Eru þið í alvörunni að væla yfir þessu?? Alveg magnað hvað barnalandskonur þurfa að troða sér allstaðar að. Það er ekki eins og fólkið sé að sprauta sig á þessum myndum og það er ekki alveg hægt að líkja reykingum við anorexíu. Mér finnst það töff að hafa þetta með, það fylgir þessum myndum ákveðin harka sem er flott. Takk fyrir flott blogg 🙂
Afsakið Hildur. Í fyrsta lagi er þessi Lóa ekki vinkona mín, þekki enga Lóu. Og í öðru lagi er ég ùtskrifuð úr menntaskóla með hàa meðaleinkun:-)
Stundum er það sem er skítugt, bannað og ljótt töff… það er bara þannig.
Stundum má líka ekki gleyma að það er ekkert ljótt við það að halda smá í arfinn sem okkur er gefinn og minnast þess hvað það er í raun og veru stutt síðan sígarettur voru munaðarvara sem þótti fínt að þiggja í flottum veislum (sbr. mynd af Audrey Hepbrun í þessari myndahrúgu)
Það er líka stutt síðan annar hver unglingur varð að prófa að reykja því það var ómögulegt að vera í rifnum gallabuxum með permanett ef því fylgdi ekki sígaretta… það er líka staðreynd, arfur sem mér finnst ekkert ljótt að minnast, aðallega bara spaugilegt.
Ég hef aldrei reykt, ekki einu sinni tekið smók, mér finnst það ekki heillandi á neinn hátt…. en það er ekki Völu Flosa að þakka því hún var svo góð fyrirmynd þegar að ég var að alast upp. ÉG horfi á nákvæmlega svona myndir og fannst þær alveg flottar.
Fordómar byggjast á fáfræði og forvarnir ættu fyrst og fremst að byggjast á því að fræða og standast freistingar, en ekki fjarlægja úr umhverfinu raunveruleikann. Styrkurinn felst í því að vita betur þrátt fyrir að manni bjóðist.
Auk þess vil ég benda á að rannsóknir hafa sýnt að flestir byrja að reykja vegna hópþrýstings, ekki frá fyrirsætum úti í löndum, heldur vinum sínum, hópnum sem þú tilheyrir.
Ég er sammála þér með sumar myndirnar, en bara því þær eru barn síns tíma. Mér finnst ekki töff að láta módelin reykja á nútímatískuljósmyndum og ég held það gæti haft slæm áhrif á unglinga á mínum aldri og yngri (ég er 18) held nú samt ekki að þessi bloggfærsla eigi eftir að hafa einhver áhrif í kringum sig, en þessar frægu módelmyndir gera það eflaust.
Eru barnalandskonur ekki nógu töff að ykkar mati til þess að kommenta hérna eða segja sínar skoðanir? Þessi bloggfærsla hvatti til þess að fólk segði sínar skoðanir og alveg fáránlegt af ykkur að fara að skipta fólki í hópa eftir því hvaða skoðun það hefur!
Ég er einna yngst af ykkur en fann mig samt knúna til þess að stoppa þenna barnaleik. Berum virðingu fyrir skoðunum annarra gott fólk!
“Barnaland” er andlegt ástand 😉
Í gamla daga reyktu konur eiginlega aldrei af því það þótti allt of djaft. Sígarettuframleiðendur vildu bæta úr þessu og fengu sérstakan PR snilling til að bæta úr þessu.
Á réttu augnabliki, í réttri mótmælagöngu, fékk hann nokkrar fallegar ungar konur til að draga fram retturnar og byrja að reykja.
Þetta skapaði þá hugmynd að reykjandi kona væri “frjálsari” en sú sem reykti ekki af því það var ákveðin uppreisn fólgin í reykingunum.
Þannig er þetta. “Frjálsu töffararnir” reykja. Allir vita samt að það er stórskaðlegt og hættulegt og ekki gott fyrir líkamann. Samt er reykt.
Það er á sinn hátt líka uppreisn eftir að læknavísindin hafa sýnt fram á skaðsemina.
Eitthvað svona “ég á mig sjálf og reyki ef mér sýnist!”
En við erum nú allar þokkalega meðalgreindar konur hérna og flestar orðnar nógu gamlar til að byrja ekki að reykja ef við erum ekki þegar byrjaðar á því.
Þessvegna held ég að það sé óþarfi að skammast í Stellu fyrir að sýna fram á þetta menningarfyrirbæri 😉
Fyrirgefðu Stella, þessu var ekki beint til þín, heldur Lóu sem mér fannst vera að draga tóninn í þessum umræðum á einmitt sama barnalandsplanið sem er verið að dissa hérna… Hef kunnað vel að meta það sem þú ert að gera hér á pjattrófublogginu, en þoli illa kjánaskapinn sem hefur stundum komið upp í umræðum í kommentakerfinu þar sem allir eru ekki sammála! Finnst svoldið merkilegt að “barnaland” var einmitt það fyrsta sem ég hugsaði þegar margnefnd Lóa byrjaði að svara…
En að henni slepptri: Fullt til af töff attitjúd myndaþáttum án sígarettna, og ég er sumsé ekki sammála að sígarettur geri mynd töff.
Hlakka til að sjá fleiri myndaþætti!
Ég er bara að segja mína skoðun:) En eins og Stella sagði þá þekki ég hana ekki neitt og er ekki að “styðja einhverja vinkonu mína”.
Ég hef engann áhuga á því að reykja en samt sem áður finnst mér þessar myndir töff 😉
Fyndið samt hvað þið megið rakka þá sem hafa aðrar skoðanir en þið niður en hinir mega ekkert segja.
Ég er nú bara 15 en ég finn ekkert neina löngun til þess að reykja sígarettu þótt að ég sjái módel halda á slíkri.
Það sem að ég meinti nú með barnalandshúsmæðrum er að þetta týpa af konum sem að vælir yfir öllu og engu, og fer svo á netið og commenta hvað hitt og þetta sé forskammarlegt, ná að snúa öllu í hina áttina og benda bara á það neikvæða. Ég kalla þetta barnalandshúsmæður vegna þess að það er mjög mikið af þessu þar, verið að starta upp leiðinlegum umræðum um ýmist fólk sem að á það bara alls ekkert skilið.
Ætlaði nú ekki alveg að fara út fyrir umræðuefnið en okei það er óhollt að reykja en samt sem áður gefur það pínu edge á tískuljósmynd og gerir hana oft mjög flotta. Fyrir utan það að það eru vanalega aðeins dyggir tískuaðdáendur sem að splæsa í dýr blöð svosem Vouge, Elle og Nylon og skoða tískublogg þar sem þessar myndir er oftast að finna, mjög sjaldan óþroskaðir unglingar sem að fá innblástur af slíkri mynd og langar að reykja bara af því að það sá módel halda á sígarettu.
Flott blogg Stella 🙂 Gott að einhver er með guts til þess að koma þessari umræðu af stað.
Fólk reykir. Get over it.
Þú ert heilbrigð/ur, þú deyrð.
Þú ert óheilbrigð/ur, þú deyrð.
Hættum að sykurhúða heimin og verja einhverja vissa ýmind.
Fólk kýs hvernig það lifir og fólk kýs hvernig það vill bera sig.
Ef það er verið að aka mynd af mér,
þá er verið að taka mynd af mér og hvernig ég er þá stundina.
Kannski keðjureyki ég, og?
Ekki af mér og sem endurspeglar þig og hvernig þú vilt vera.
Hildur segir:
12.07.2010 kl. 12:22 e.h.
Lóa litla verður að skilja að hún er að gera Stellu og pjattrófunum lítinn greiða með þessum stælum sínum…Það er fallegt að styðja vinkonu sína en sá hluti lesenda sem er útskrifaður úr menntaskóla nennir þessu ekki.
Fyrirgefðu fröken Hildur, en þetta er svo fullkomlega óþarfa sagt af þér, og snobb sem þér greinilega eruð skal svo sannarlega fá að vita það að Pjattrófurnar eru ekki einungis fyrir fólk sem er útskrifað úr menntaskóla, svo það væri frábært ef að snobbið sem þú greinilega ert, skalt bara hugsa um fleiri en þig og þína staðla og stétt.
Að málinu sem þetta er UM, sem eru MYNDIRNAR, þá skuluð þið endilega átta ykkur á því að þetta er skoðun Stellu og hún hefur rétt á því að koma henni á framfæri sem og þið hafið rétt á því að koma með mótsvör.
En svo að ég komi minni skoðun á framfæri, þá eru þetta tískumyndir sem eru flottar og aukahluturinn fyrir okkur sem eru ekki með veikan blett fyrir reykingum, okkur finnst þetta flott og höfum hugsað okkur að ræða um sígarettur sem aukahlut í tískuheiminum.
Flest módel reykja, þessvegna hafa tískumyndir af þeim reykjandi fest sig í sessi, mér finnast þessar myndir mjög flottar þó ég sé á móti reykingum og finnst þetta bara “sexý” á myndum en ekki í raunveruleikanum, finnst ekki gott að kyssa “öskubakka” 😉
Sumum finnst töff að hafa sígarettur á myndum, öðrum ekki. Það þarf ekki að rífast um það
En sama hvað hver segir þá eru þessar myndir hér í færslunni tegund fortöluboða. Fortölum er ÆTLAÐ að búa til eða breyta viðhorfi þeirra sem sjá þau. Semsagt að búa til það viðhorf til sígarettna að þær sé töff, þar með jákvætt viðhorf til sígarettna frekar en neikvætt 😉 Ég gerði lokaritgerð um þetta efni, nákvæmlega um sígarettur og fortölur.
Það geta verið margar ástæður fyrir því að sígarettur eru hafðar með í myndatökum, en ein þeirra er fortölur 😉
Hættið svo að rífast..
Tískumyndir eru náttúrulega ekki bara auglýsingavara, þær eru svo miklu meira en það, eins og t.d. tjáning ljósmyndarans. Hann er að búa til karakter. Tískuljósmyndir eru ekki bara myndir af fólki í fötum, þær eru listform og á þessum myndum er ekki bara verið að selja föt og sígarettur, þær eru skilaboð sem snúast ekki endilega um reykingar sem slíkar heldur breyskleika og veikleika mannsins (sem er oft sígarettur).
Hann býr til týpu og sögu í kring um hana, og í sumum tilfellum vill svo til að stemningin sem listamaðurinn reynir að kalla fram myndi ganga betur með sígarettu. Það er óþarfi að kenna tískubransanum um allt sem miður fer í mannlegu eðli, anorexíu, reykingar, lélegt sjálfstraust og so on. Stundum er hann áhrifavaldur en það er alltaf einhver eiginleiki til staðar fyrir. Þú getur ekki verið fullkomlega skynsöm manneskja með óbeit á reykingum, séð svo mynd, hlaupið út og keypt þér pakka af marlboro. Alveg eins og stelpur sem eru í þykkari kantinum en ánægðar í eigin skinni fara ekki að stinga puttanum upp í kok um leið og þær sjá grannar fyrirsætur.
Þetta er bara ein pæling.
Hello! cgcbdga interesting cgcbdga site! I’m really like it! Very, very cgcbdga good!
Very nice site! cheap viagra
Very nice site! [url=http://oixypea.com/qxqsqq/2.html]cheap cialis[/url]
Very nice site!
Very nice site! cheap viagra , cheap viagra , cheap viagra , cheap viagra , cheap viagra ,
Welcome!
is vigrx plus safe ,
Aloha!
http://www.blasedesign.com/vigrx-uk/ ,