Það skapaðist umræða um sígarettur á tískumyndum þegar ég birti myndir úr íslenskum tískuþátt hér fyrir stuttu þar sem módelið var reykjandi.
Við vitum öll að sígarettur eru heilsuskaðandi og rándýrar en staðreyndin er sú að sígarettur eru mikið notaðar í tískuheiminum í dag. Þeim fer fækkandi sem reykja en sígarettur voru taldar aðlaðandi og smart á sínum tíma og leifar af þeim hugsunarhætti lifa enn í tískunni í dag.
Ég er alls ekki að segja að ég sé MEÐ sígarettum og ég er alls ekki að hvetja til reykinga með neinum hætti. En MÉR finnst sígarettur stundum flottar á tískumyndum.
Hér eru nokkrar myndir sem mér finnst fallegar:
Tek enn og aftur fram að ég er ekki að hvetja til reykinga og þetta er bara mín skoðun sem endurspeglar ekki skoðanir annarra pjattrófa.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.