Í haust heldur sú rokkaða tíska sem búin er að vera áfram… en þröngar gallabuxur, leðurbuxur og plastbuxur við blazerjakka og gegnsæjar skyrtur hafa verið áberandi á kattarganginum.
Þær sem eru nógu djarfar leyfa undirfötunum að njóta sín og eru jafnvel í skærulituðum brjóstahaldara innan undir svartri gegnsærri skyrtu. Annars finnst mér líka mjög fallegar blússur og kjólar sem eru gegnsæar allstaðar eða í bakið eins og þessi sem sést hér að ofan.
Hausttískan er svo afar svart/hvít þetta árið og ekki nóg með það heldur eru hinir ýmsir hönnuðir búnir að taka uppá því að skipta fatnaði til helminga hvítt og svart. Mjöög töff…
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.