Ef þú ert að fara til útlanda nú eða bara niður í 101 Reykjavik þá er alltaf gaman að velta stíl annarra fyrir sér.
Ég skrapp nipur í miðbæ um daginn þegar bærinn var iðandi af mannlífi í sólinni. Mér fannst sannarlega geggjað hversu margir voru sjúklega hugmyndaríkir í fatavali en þá er ég að tala um fólk á öllum aldri. Því miður missti ég af nokkrum skemmtilegum myndum en ég tek myndavélina með næst og birti á Pjattrófunum.
Á meðan við bíðum þá eru hér nokkrar myndir frá Stokkhólmi:
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.