Fyrir fimm árum sléttum fórum við Díana Bjarnadóttir á stúfana í miðbæ Reykjavíkur og mynduðum glaða vegfarendur sem tóku þátt í að fagna gay-pride.
…það er að segja, Díana smellti af meðan ég reyndi að vera hress og sniðug og trallaði í fólkinu. Af því eðla tilefni að Gleðigangan fer fram á morgun langar mig að birta þessar myndir aftur.
Merkilegt finnst mér hvað tískan hefur lítið breyst á fimm árum. En ef við birtum þetta aftur eftir fimm ár… já þá er hætt við að sitthvað verði orðið svolítið púkó enda tekur það yfirleitt um tíu ár og svo 20 að fara hringinn og verða aftur töff.
Eins og sjá má á þessum myndum léku veðurguðirnir við borgarbúa og gesti þennan dag. Vonum að það sama verði uppi á teningnum á morgun!!
Myndir og Texti: Margrét og Díana…
Smelltu til að stækka:
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.