Airwaves er ekki bara tónlistarhátíð heldur mátti þar líka sjá nýjustu tískustraumana “in action”.
Stelpurnar eru auðvitað sérlega duglegar að vera trendí og flottar og það sem mér fannst áberandi voru uppháir sokkar af öllum gerðum og litum, þunnir, þykkir með eða án sokkabanda, en allar voru þær í sokkabuxum innanundir líka. Við þetta voru stelpurnar í mittisháum stuttbuxum og pilsum með boli og blússur girtar oní. Gegnsæjar blússur voru líka vinsælar, bæði einlitar og mynstraðar og háir klossa-hælar við (platforms).
Þessum stíl fylgdi uppsett hár í hnúð, rauður varalitur og naglalakk.
Grunge tískan er líka að verða meira áberandi, köfflóttar síðar skyrtur við leggings og mótorhjólastígvél eða ökklastígvél með göddum og afklipptar gallastuttbuxur, sokkabuxur, t-bolur og leðurjakki.
Í anda grunge-ins voru stelpur með nátturulegt slegið hár eða sett í lausan hnúð með mikinn svartan eyeliner eða smoky augu. Einnig voru áberandi kjólar með semalíusteina-mynstri á öxlunum og kjólar og leðurjakkar með axlapúðum og oddmjóum öxlum.
Flott hátíð, flott tíska, flott lúkk.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.