Snillingurinn David Bowie er meðal þeirra listamanna sem sem hafa haft þvílík áhrif á okkur að stundum áttar fólk sig kannski almenninlega ekki alveg á því hverju hann kom í gegn. Hann hafði ekki bara áhrif með söng sínum, textagerð og lagasmíðum heldur einnig framkomu og fatavali og bara svona almennu attitjúdi. Hann var stjarna. Skærbjört og í mörgum litum.
Á hverjum degi fæðist nýr Bowie aðdáandi einhversstaðar í heiminum og ef viðkomandi heillast ekki mest af tónlistinni þá er það lúkkið… nú eða bara þetta æðislega gender fluid yndisstreymi sem hann masteraði svo vel.
Í albúminu má sjá skemmtilega samantekt um hvernig Bowie og hans stíll hefur haft bein áhrif inn í stóru tískuhúsin á liðnum árum.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.