Lookbook hjá verslunarkeðjunni Zara fyrir ágúst/september hefur litið dagsins ljós. Zara er ekkert að flækja hlutina þetta misserið, einfaldleikinn er í hámarki og litirnir klassískir.
Blár, svartur og grár eru áberandi litir. Oversize yfirhöfn með beinu sniði, fullkomin í fataskápinn í haust.
Á meðan pilslengdin síkkar þá styttast peysurnar.
Fölbleik yfirhöfn, dökkrautt leðurlíkispils og þægileg peysa. Frábær haustdress.
Vesti eru áberandi, helst í síðari kantinum.
“Það er toppurinn að vera í teinóttu” – Teinóttur jakkafatajakki á konur er tískan í vetur.
Þessi peysa er ekki ósvipuð íslensku lopapeysunni góðu. Hér við hnésítt pils.
Köflótt og bein snið.
Sjá meira frá Zöru í haust hér að neðan…
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com