Ýr Þrastardóttir fatahönnuður og Orri Finn skartgripahönnuður taka höndum saman í sýningu á Kex hostel sem fer fram annað kvöld kl 19:30.
Sýningin er afsprengi listgjörnings sem Ýr hélt ásamt Hrund Atladóttur myndlistakonu í Kastala í Bohemiu í Tékklandi í Sumar.
Á sýningunni verða sýndar ljósmyndir og videó úr kastalanum ásamt fatnaði frá Ýr og skarti frá Orra Finn. Fatnaður þessi var sýndur á RFF í vor og hlaut frábærar viðtökur en nú verður hægt að panta sér klæðskerasniðnar flíkurnar eftir málum.
Ýri leiðast þær skorður sem fjöldaframleiðsla setur fatahönnuðum og er glöð að geta boðið upp á þá þjónustu að klæðskerasauma flíkur sínar svo þær passi viðskiptavinunum fullkomlega. Tískusýningin verður því ekki með hefðbundnu sniði heldur verður hægt að koma við og skoða allt gaumgæfilega. Þá verður boðið upp á að panta flíkur hjá Ýr á staðnum og fá tíma í máltöku.
Hér að neðan má sjá myndir af ÝR Haust/Vetur 2012, teknar af Jiri Hronik sem er tékkneskur ljósmyndari en fyrirsætan heitir Veronica Kourilová.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.