Það hefur lengi verið þörf á fjölbreytni í sportfatnaði á Íslandi en nú verður bráðum breyting þar á…
Y.A.S er ný og meiriháttar smart lína frá danska merkinu Vero Moda en henni verður formlega fagnað með veislu í Smáralind næstkomandi föstudag. Um er að ræða bæði hefðbundna og sportlínu en tísku/sportfatnaður nýtur sífellt meiri vinsælda og langt síðan þessir tveir heimar runnu saman. Sumar klæðast sportfatnaði alla daga, allstaðar, hvort sem er við íþróttaiðkun, heima eða í bænum enda bara þægilegt og flott.
Y.A.S línan er mjög ‘contemporary’ og kúl, efnin eru vönduð og góð og stíllinn smart og kvenlegur í senn. Stefnt er á að gefa út átta ‘collection’ árlega og á hverri árstíð verða áherslubreytingar.
Haustlína Y.A.S. ásamt sportlínunni verður til sýnis í Vero Moda Smáralind í dag milli 17:00 og 19:00 og við erum óskaplega spenntar að kynna okkur herlegheitin.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.