Þegar það kemur að skótískunni fyrir sumarið 2012 þá megum við ekki skilja þetta trend út undan.
Þetta byrjaði allt saman í myndbandinu “Love on Top” með Beyoncé. Þar klæddist hún skóm frá Isabel Marant sem eru sneakers með innbyggðum hæl. Eftir að myndbandið kom út urðu skórnir alveg fáranlega vinsælir og nú sér maður þá út um allt t.d. á Miröndu Kerr, Alessöndru Ambrosio, Kate Bosworth og auðvitað henni Beyoncé.
Í byrjun fannst mér þetta alveg hrikalega ljótt og hélt að þetta myndi líða hjá en aldrei segja aldrei. Í dag finnst mér þetta ekkert smá flott og það er gaman að sjá að búðirnar á Íslandi eru byrjaðar að selja svona skó fyrir sumarið. Þessir eru í uppáhaldi:
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.