Ef þú hefur ekki lifað þennan áratug þá finnst þér kannski eitthvað af þessum fötum bæði elegant og lekker en við sem vorum þarna í rauntíma berum flestar ekki sömu tilfinningar til 90’s áranna.
Spice Girls hópurinn, eða Kryddpíurnar eins og það var íslenskað, voru yfirleitt fremstar meðal jafningja í fötum sem kalla mætti ‘á sterum’.
Allt einhvernvegin “of”. Gerviefnin réðu öllu og yfirleitt dugði ekkert minna en að hafa flegið niður að nafla og allt vel kreist.
Kíktu á þetta dásamlega myndasafn af Kryddpíum við leik og störf. Allar eru þær þó ákaflega smekklegar í dag og geta örugglega hlegið sig máttlausar yfir myndum af hápunkti Spice tímabilsins.
Þetta er óneitanlega svolítið fyndið…
_________________________________________________________
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.