Ég er mikill sökker fyrir vintage fötum, sérstaklega þegar ég kemst í vintage búðir erlendis enda gert þvílík kostakaup í búðum í París, Amsterdam og London.
Meðal annars fékk ég óendanlega fallegan hvítan Christian Dior jakka á rúmar 8.000 kr. Hann hef ég ekki enn notað því ég að geyma hann þar til ég gifti mig. Ég er ekki einu sinni trúlofuð!
Svo datt ég í lukkupottinn í París þar sem ég fann körfu með fötum á eina evru (170 kr. íslenskar). Þar fann ég m.a geðveikan jakka og glimmer hareem buxur sem ég hef fengið endalaust hrós fyrir.
Það getur verið trikkí að versla vintage, hér eru nokkur ráð og ábendingar:
Þekktu muninn á second hand og Vintage. Það fer alveg í mig þegar ég sé flíkur í “vintage” búðum sem augljóslega eru ekki eldri en 5 ára en eru verðlagðar eins og þetta sé þvílík gersemi. Second hand föt eiga að vera mun ódýrari en vintage föt.
Notaðu réttu undirfötin. Vintage flíkur eru oft erfiðar í sniðinu, enda var mikil undirfatamenning hér forðum, þá sérstaklega 20’s og 30’s. Þá voru konur í korselettum og flíkurnar því gerðar öðruvísi en við þekkjum í dag. Svo eru vintage kjólar oft fallegri þegar einfaldur undirkjóll er notaður undir. Þetta er ekki eitthvað sem við erum vanar og verður því að hafa í huga.
Breyttu flíkinni. Ef þú sérð guðdómlega fallegan kjól sem þig langar í en hann passar ekki, leyfðu þér að eyða smá í að breyta honum. Vintage flíkur eru one of a kind. Það er leiðinlegt að missa af kjól bara afþví hann var aðeins of síður eða víður. Það eru til mjög færar saumakonur sem geta gert kraftaverk!
Algengur misskilningur: Verðmætar vintage flíkur (og aðrar flíkur) skal geyma í plasti. ALDREI nota plast til að “verja flíkurnar”. Plastið andar ekki og ef örlítill raki kemst inní plastið eru fötin fljót að skemmast. Fötin eru öruggari óvarin eða í sérstökum fatapokum.
Það er vel í lagi að borga mikla upphæð fyrir réttu vintage flíkina. Sorglegur sannleikur er að það er ekki lögð eins mikil vinna í flíkur í dag og var gert hér áður fyrr. Núna snýst allt um það að græða sem mesta peninga og því þarf að framleiða sem mest. Föt voru oft handgerð og mikil vinna lögð í hverja flík og endast þau því oft mun lengur en föt í dag.
Happy shopping!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.