Um daginn var frumsýnd ný fatalína í Vero Moda – línan heitir YAZ og hefur slegið í gegn hjá okkur enda verulega svöl.
Um er að ræða bæði casual og kvöldfatnað en líka meiriháttar skemmtilegan sportfatnað sem kemur í búðir í júní. Við vorum svo heppnar að finna nokkrar myndir af þessari skemmtilegu línu sem er jafnframt á mjög góðu verði.
Kíktu á myndirnar
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.