Born free Africa HIV er samstarfsverkefni vefverslunarinnar Shopbop, Vogue og 22 þekktra hönnuða sem hannað hafa fatalínur fyrir mæður og börn þeirra í stíl.
Hér eru flíkur frá sjö af þeim 22 hönnuðum sem hanna fyrir verkefnið…
Victoria Beckham:
Prada:
Isabel Marant:
DKNY:
Marchesa:
Chloe:
Versace:
Tilefni þessa samstarfsverkefnis er að safna fé til þess að útrýma því að HIV smitist frá móður til barns við fæðingu, en 70o börn smitast daglega sem koma mætti í veg fyrir í 98% tilfella!
Markmiðið er að ekkert barn smitist af HIV í fæðingu í enda árs 2015. 100% ágóðans af sölu línunnar rennur til söfnunarinnar.
Langi þig að styrkja frábært málefni og kaupa hágæða tískufatnað á nokkuð sanngjörnu verði er línan seld hér.
Fallegt samstarf og ekki skemmir fyrir að flíkurnar eru hver annarri fallegri.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com