Fótboltafrúin Victoria Beckham frumsýndi vor – og sumarlínu sína í New York á dögunum. Þar var áberandi hversu nútímaleg og stílhrein sniðin voru og vel hægt að sjá stíl hennar sjálfrar á hönnuninni.
Þetta er vissulega flott fyrir hvaða hönnuð sem er, sýnir að hún þekkir vel til í tískubransanum enda eitt af aðal áhugamálum hennar að kaupa sér föt og merkjavöru undanfarin ár.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=crqC7O2jt1g[/youtube]Hér er tekið létt spjall við Victoriu Beckham og aðra fræga fataspekúlenta sem segja sitt álit á sýningu hennar:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=zdn_3kIGt5g[/youtube]
Hönnun Victoriu Beckham er gerð fyrir konur sem vilja klæðast eins og hún. Ég varð hinsvegar ekkert yfir mig hrifin, sá þó einn og einn kjól sem voru nokkuð sætir en skil ekki leðurhattana með derinu, finnst þeir engan veginn passa við kjóla -en það er bara mitt álit.
Töskurnar og skórnir á sýningunni voru ótrúlega flottir, falleg blanda af háum hælum sem með leðurhlíf er breytt í stígvél. (Ég veit að íslensk stúlka hannar svipaðar hlífar bara lægri og selur á Pop-up Verzlun. Nú væri gott að muna hvað hún eða merkið heitir -manst þú það?)
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.