Ég rakst á skemmtlega grein á netinu nýlega, út frá því að hafa verið að kynna mér tískuvikuna í París, og fannst tilvalið að deila henni hér!
Um er að ræða fatalínu frá þekkta tískuhúsinu Hermés en línan, sem er frá árinu 1952, var mynduð og birt í LIFE tímaritinu.
Ljósmyndirnar tók Gordon Parks, en þær sýna heldur óhefbundna fatalínu af kjólum sem hafa verið málaðir á gæða efni. Línan er blanda af Avant-garde, hún er fín, sæt, öðruvísi en samt sem áður klassísk.
Það væri sannarlega ekki leiðinlegt að eiga eins og eina svona flík inni í skáp í dag!
Svo er það spurning að vippa fram málingarpenslunum og sjá hvað gerist?
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.