Sumarið fer senn að taka enda og skólarnir að byrja. Þó ég kveðji sumarið alltaf með söknuði þá er alltaf jafn ljúft að komast í rútínu, koma hlýjum vetrarflíkum fyrir á sínum stað í fataskápnum og jafnvel fjárfesta í nokkrum hlutum sem upp á vantar.
Sirka þetta væri á mínum óskalisti fyrir íslenska haustið:
66°N húfa
Miðað við fjöldann af fólki með 66°N húfu á kollinum í Dalnum um Versló þá eiga nú þegar flestir töff höfuðfat í vetur! En ef þú ert eins og ég, ein af þeim fáu sem ekki fjárfestu í húfu frá 66°N fyrir Versló mæli ég með því fyrir veturinn. Ég hef haft augastað á þessari týpu í nokkurn tíma. Finnst hún einstaklega smart!
Michael Kors tölvutaska
Þessi taska fæst í Apple store í Bandaríkjunum, ég veit ekki hvort hún fáist hérlendis. Það er þess virði að athuga það því þessi taska er bæði falleg og með gott notagildi ef þú þarft að burðast með tölvu hvern einasta dag, er það ekki?
Léttur og ljós haustjakki
Að mínu mati verður þó að eiga einn léttan og ljósan jakka fyrir góða haustdaga. Smart og casual. Þessi hér að ofan er úr Topshop.
Strigaskór
Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að stigaskór er trendið í dag! Ég vona að þetta trend lifi sem lengst! Nokkrar týpur frá ýmsum merkjum eru á mínum óskalista; Nike, Superga, Converse o.fl.
Ullarslá
Þessi ullarslá frá Farmers Market er algjört æði! Það eru til 4 týpur sem er hver önnur fallegri. Ég er held ég búin að máta þær allar en hef þó ekki enn látið verða af því að kaupa slíka.
Fullkomnir hlutir fyrir hversdagslega vetrardaga, að mínu mati!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com