SKART: Kvenleg og persónuleg stjörnumerkjahálsmen slá í gegn

1

Hin danska Pernille Corydon er skartgripahönnuður sem ég hef verið að fylgjast með í gegnum tíðina. Skartið hennar heillar mig og ég er ekki frá því að hönnun hennar hafi aldrei verið betri en núna.

Sjálf segir hún að sköpun sé ástríða hennar og innblástur sækir hún í fólk, tísku, arkitektúr, húsgögn og náttúru. Að skapa sé partur af henni sem einstaklingi og hún sjái stöðugt ný tækifæri og form. Mér þykir það afskaplega góður eiginleiki að sjá fram á við og halda stöðugt áfram.

remote.axd

b49f185ea0e8e4884b0abcfc224dd000

Hönnun Pernille Corydon hefur það sameiginlegt með annari skandinavískri hönnun að formin er látlaus, hrein, nútímaleg og kvenleg. Þannig nær hún að skapa sérstaka muni sem njóta sín í einfaldleika sínum. Kíkið á www.pernillecorydon.com til að skoða úrvalið.

Mig langar að eignast persónulegt hálsmen eftir hana sem er innblásið af stjörnumerkjunum. Í þúsundir ára hefur mannkynið skoðað hreyfingu stjarnanna á næturhimninum í von um að geta sagt til um framtíðina. Ég veit lítið sem ekkert um stjörnumerkin en mér þykir þau áhugaverð og ef hægt er að spá í framtíðina með þeirri leið þá er það aldeilis í lagi.

Hægt er einnig að velja sér stjörnustein sem hentar stíl og persónuleika hvers og eins en hver steinn hefur tiltekin jákvæð einkenni. Demantur þykir passa vel við merkið sem ég er í, Vatnsberanum. Sterk frelsisþörf er eitt helsta einkenni Vatnsberans. Til að endurnýja og viðhalda lífsorku sinni þarf Vatnsberinn að hafa fólk í kringum sig og hafa úr nógu að moða hvað varðar hugmyndir og pælingar. Ítarlegar upplýsingar um merkin og stjörnusteinana er að finna hér.

Hvaða merki tilheyrir þú?

Screen Shot 2016-01-10 at 6.26.56 PM

Screen Shot 2016-01-10 at 6.27.37 PM

 

 

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: SKART: Kvenleg og persónuleg stjörnumerkjahálsmen slá í gegn