Ég rakst á bráðskemmtilegt tískublogg fyrir nokkru sem ég bara hreinlega verð að deila með þér : Tískublogg Gabi
Gabi er ung New York mær sem starfar sem plus-size módel og hefur mikinn áhuga á tísku. Hún setur inn alveg fullt af flottum myndum af sér úr hin daglega lífi og er alltaf alveg stórglæsileg!
Gaman að skoða þetta og fá hugmyndir að fatnaði fyrir konur í stærri stærðum – þær gleyma því nefnilega stundum hvað þær geta verið flottar…

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.