Kvenleg plíseruð pils eru eitt af þeim tískutrendum sem fóru að sjást á ný í sumar og munu áfram vera í tísku í vetur – í sambland við 70s straumana.
Þær sem geymt hafa slík pils lengst inni í skáp síðan myndbandið “Hit me baby one more time” kom út hér um árið geta meira að segja fagnað. Hönnunin hefur þó verið uppfærð hvað varðar liti og efni. Hnésíð eða alveg síð – flaksandi, gegnsæ, leður, grá, silfur, rauð eða græn. Pilsin eru aðsniðin í mittið en möguleikarnir eru fjölmargir. Hægt er að klæða sig upp með jakka og skyrtu og háum hælum eða einfaldlega nota hversdag með stórri peysu eða bol við.
Stórstjörnurnar eru komnar á bragðið en Jennifer Lopez, Kim Kardashian og Blake Lively hafa allar nýverið verið myndaðar í plíseruðum pilsum. Ég gæti vel hugsað mér að eignast gulllitað plíserað millisítt pils sem ég myndi nota óspart við þykka peysu, sokkabuxur og stígvél í vetur. Hér að neðan eru nokkrar útfærslur af plíseruðum pilsum fallegum litum.
Vatnsberinn Marín Manda fæddist í Danmörku, er alin upp á Íslandi en hefur þó mestmegnis búið í Kaupmannahöfn á fullorðinsárum. Hún hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina: markaðsmál, blaðamennsku, útvarp, hönnun og sölu. Hún hefur rekið eigin verslun og er núna í fullu námi í nútímafræðum.
Marín Manda elskar að ljósmynda, hjóla með vindinn í andlitið, þræða nytjamarkaði, skoða innanhúshönnun, ferðast á framandi slóðir og svo er hún nýbúin að uppgötva jóga. Hún er ferðalangur, mikil draumórakona og stundum einum of einlæg. Hún er líka mamma, á tvö dásamleg börn sem heita Alba Mist og Bastian Blær.
Mottó: Kýldu á það!