Nú erum við á fullu að undirbúa ferðina til Sevilla í byrjun Maí, þá verða búðirnar stútfullar af sumarfatnaði. Við ætlum auðvitað að nýta tækifærið að kaupa einhverjar dásemdir fyrir sumarið enda getum við ekki beðið eftir að fara úr svarta vetrarbúningnum í léttan litríkan klæðnað.
Það eru frábærar búðir í Sevilla, þó borgin sé helst þekkt fyrir brjálæðislega mikið úrval af flottum skóbúðum þá er líka hægt að finna flottar fatabúðir.
Klassískt er að fara í Zöru og Mangó en þær eru spænskar og verðinu eftir því stillt í hóf en við fundum þó nokkrar aðrar spennandi verslanir:
- BDBA –Dásamleg búð með “vintage” stíl, minnir á Chanel, ljósir klassískir kjólar, litríkt mynstur og flottir hattar
- Stradivarius –Minnir á Abercrombie & Fitch, eins ilmur í búðinni en hún er svo miklu ódýrari
- Massimo Dutti Minnir smá á Ralph Lauren og breska veiðikonu sem leitar refa, flottur stíll.
- Maje Franskt tískuhús með fágaðan, flottan og klassískan fatnað
- Bimba & Lola Mjög fallegir og öðruvísi fylgihlutir og skartgripir
- Pull & Bear Flott búð sem minnirAbercrombie & Fitch nema miklu ódýrari
- Og síðast en ekki síst má ekki gleyma snyrtivöru-himnaríkinu Sephora!
Kíktu hér á smá myndband frá BDBA…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ecP_ARc6zUo&feature=related[/youtube]
Hér er samansafn af einhverju því sem er hægt að fá í þessum flottu verslunum í Sevilla…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.