Eins og flestir vita er ný lína frá Versace á leiðinni í verslanir H&M og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu útum allann heim.
Donatella lét í ljósi að línan innihaldi dóminerandi kjóla með prentuðu mynstri, leður, silki, gull og studs. Þetta er spennandi fatalína, rokkuð og sexý. Að sjálfsögðu verða Versace fylgihlutir og skór hannaðir fyrir dömudeild H&M í leiðinni.
Eftir langa og óþreyjufulla bið aðdáenda H&M og Versace var fatalínan loksins sýnd í New York á þriðjudagskvöldið. Færri komust að en vildu og var mikill spenningur í fólki á staðnum en á gestalistanum voru meðal annars ofurfyrirsæturnar Helena Christensen og Linda Evangelista, leikkonurnar Blake Lively og Jessica Alba en þær voru allar klæddar fatnaði hannað af Versace fyrir H&M. Listamaðurinn Prince var fengin til að troða upp og taka lagið.
H&M herralína var einnig hönnuð frá Versace en þar mátti sjá litrík jakkaföt, hin fullkomna smóking, belti og herraskart og í fyrsta sinn mun Versace einnig hanna fylgihluti fyrir heimilið meðal annars kodda og rúmteppi. Frekar spennandi!
Loksins er hægt að versla Versace á heimasíðu H&M HÉR en Hér og Hér má sjá og lesa meira um línuna.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.