Heimsbyggðin gervöll (eða þannig) er að tapa sér yfir væntanlegri Versace línu í H&M og Vogue birti á dögunum ansi skemmtilegar Versace myndir úr tímaritum þeirra gegnum tíðina.
Ég fæ alveg nostalgíukast yfr súpermódelunum “gömlu” í svart/hvítu, algjör klassík og glamúr. Versace veldið reis hæst allra tískuhúsanna í byrjun tíunda áratugarins og var eina tískuhúsið sem hafði efni á að nota ÖLL súpermódelin í herferðum sínum, laaangflottastir!
Ég er af þeirri kynslóð sem upplifði það að súpermódelin voru nýju Hollywood-stjörnurnar, þær tóku beint við eftir ást mína á barbie-dúkkum, enda ekki leiðum að líkjast. Yfirnáttúrulega fullkomnar gazellur þessar gellur. Allar áttum við okkur uppáhalds, ég hélt mikið upp á Claudiu, þvínæst Helenu og Nadiu. Mér þótti Christy Turlington of fullkomin til að geta verið til, Cindy svakalega flott en amerísk og Naomi og Linda voru töffararnir.
Varð bara að deila þessum myndum:
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.