Alveg er ég að missa mig yfir leðri þessa dagana, fæ fiðrildi í magann við það eitt að sjá fallegan leðurkjól til dæmis.
Ég held að þetta stafi af endalausri ást minni á næntís tímabilinu en þá voru popp- og r&b stjörnur óhræddar við að prófa sig áfram með leður eins og leðurmagaboli, leðurbuxur og leðurjakka í stíl og það alveg í hvítu, rauðu, gulu og så videre. Það var varla hægt að gera tónlistarmyndband án þess að einhver væri í leðri.
Verð ég klístruð og mun ég stikna undir eins og einum svona leðurkjól? Sennnilega já. Er það þess virði? Ekki spurning. Það mikla ást hef ég á leðrinu …
Pinterest er alveg ótrúlega góð síða til að fá allskonar hugmyndir hvað varðar klæðnað, hár, make-up og fleira. Hér er niðurstaðan úr leit minni að fallegum leðurklæðnaði.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.