Nýja haust 2012 auglýsingaherferðin frá Lanvin hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli en það er ekki bara vegna hönnunar Alber Elbaz…
…Það sem fangar athygli fólks eru fyrirsæturnar en þær eru svokallað ‘venjulegt’ fólk: Konur og menn á aldrinum 18-80 ára, en ‘venjulegt’ þýðir semsagt í þessu tilfelli ‘ekki atvinnu-fyrirsætur’. Það var svo ljósmyndarinn Steven Meisel sem sá um að taka þessar flottu myndir í stúdíói. Sjálfur Elbaz hafði þetta að segja um hugmyndina;
Ég hafði áhuga á að koma fötunum aftur á ‘götuna’ á einhvern hátt og sjá hvernig þau líta út á mismunandi aldri og stærð. Útkoman var eins og einhver ‘kreisí’ fjölskylda…og ég fíla það!
Ætli þetta hafi verið sparnaðarráð sem er að svínvirka?
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.