Nú er liðinn nokkur tími síðan að maður fór að heyra að útvíðu buxurnar væru að koma aftur inn. Síðan þá hefur maður verið að sjá útvíðar buxur á vappi annað slagið…
…En mér finnst þetta trend aldrei hafa almennilega náð flugi. Sjálf er ég ennþá að jafna mig á að hafa verið í vandræðalega útvíðum buxum ´back in the days´ en samt er ég alveg að fíla þetta 70´s lúkk sem er að verða svo áberandi. Kannski að maður spælsi í eitt stykki útvíðar buxur fyrir sumarið.
Þetta er reyndar alveg hrikalega vandmeðfarið trend og það er mjög auðvelt að enda massa hallærislegur. Ég held að málið sé að halda sig við 70´s lookið ef að maður ætlar í útvítt á annað borð. Þá væri til dæmis flott að vera í aðsniðinni skyrtu við og girða hana ofan í buxurnar og toppa lúkkið með flottum hatti og platform skóm.
Hér fyrir neðan er smá myndaalbúm þar sem útvíðu buxurnar eru að lúkka nokkuð vel:
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.