Náttúran og margskonar mótíf úr henni, hvort sem eru dýrabein, fjaðrir, tré eða annað ‘organic’ hefur verið vinsælt þema í skartgripahönnun síðustu árin.
Skartgripir eru oft djarfir og minna jafnvel á galdragripi hverskonar sem svokallaðir ‘shamans’ gætu borið með stolti en meðal þeirra sem framleiða slíkar gersemar eru t.d. hin íslenska Jóhanna Methúsalemsdóttir sem hefur slegið í gegn með hönnun sinni fyrir merkið Kría.
Ég tók hérna saman lítinn óskalista af skarti sem ég myndi bera með stolti en oft bý ég mér til eigin gripi líka með því að hengja á leðurólar eða keðjur eitthvað glingur sem ég sanka að mér. Þannig verður skartið oft persónulegt og ekki miklar líkur á að hitta aðrar með það sama.
En hvað um það… njóttu þessara mynda. Ég geri það!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.